Loading…

Mikill áhugi á Íslandi á Birdfair

Mikill áhugi á Íslandi á Birdfair

30. ágúst 2011

Aðilar að sýningunni fyrir Íslands hönd voru fyrirtæki og þjónustuaðilar er starfa í ferðatengdri þjónustu við fuglaskoðara með það að markmiði að selja Ísland sem áfangastað til fuglaskoðunar.

Íslandsstofa skipulagði á dögunum þátttöku í sýningunni Bird Fair á Englandi sem er stærsta fuglaskoðunarsýning í Evrópu.

Aðilar að sýningunni fyrir Íslands hönd voru fyrirtæki og þjónustuaðilar er starfa í ferðatengdri þjónustu við fuglaskoðara með það að markmiði að selja Ísland sem áfangastað til fuglaskoðunar. Íslenski básinn vakti verðskuldaða athygli og sýndu gestir landinu mikinn áhuga. Ánægjulegt var að heyra að þeir sem höfðu áður komið til Íslands voru á einu máli um að heimsóknin hafi verið mikil upplifun og höfðu flestir hug á að koma aftur.

Bird Fair er árleg hátíð fuglaskoðara þar sem yfir 20.000 manns koma víðsvegar að úr heiminum til að kynnast því nýjasta í greininni sem sýnendur hafa upp á að bjóða, sem að þessu sinni voru 300 talsins.

Mikilvægt er fyrir Ísland að vera sýnilegt á hátíð sem þessari því mikill fjöldi erlendra fuglaskoðara sækir landið heim á ári hverju.

Deila