Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
8. maí 2017

Mikill áhugi á danska matvælamarkaðinum

Mikill áhugi á danska matvælamarkaðinum
Þann 4. maí hélt Íslandsstofa, í samvinnu við Dansk-íslenska viðskiptaráðið, fund um danska matvælamarkaðinn. Fundurinn var vel sóttur en þar var fjallað um útflutning matvæla til Danmerkur, þróun og einkenni markaðarins, tækifæri, kröfur og straumar og stefnur.

Þann 4. maí hélt Íslandsstofa, í samvinnu við Dansk-íslenska viðskiptaráðið, fund um danska matvælamarkaðinn. Fundurinn var vel sóttur en þar var fjallað um útflutning matvæla til Danmerkur, þróun og einkenni markaðarins, tækifæri, kröfur og strauma og stefnur.

Á fundinum gaf Bryndís Eiríksdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, yfirlit yfir útflutning matvæla frá Íslandi til Danmerkur síðustu ár. Helstu útflutningsafurðirnar eru sjávarafurðir, sælgæti, salt og áfengar drykkjarvörur. Sjá kynningu

Gústaf Ólafsson sagði frá danska smásölumarkaðinum m.a. verslanakeðjum á markaðinum og áherslum þeirra, tækifærum fyrir íslenskar vörur, áskoranir í flutningum og tengslum danskra dreifingaraðila á nærmörkuðum. Hann lagði áherslu á góðan undirbúning áður en fyrirtæki hefja útflutning og mikilvægi þess að velja ákjósanlegustu dreifileiðina fyrir vöruna. Gústaf á og rekur fyrirtækið Møllebakkens, sem sérhæfir sig í innflutningi á íslenskum matvælum til Evrópu. Gústaf hefur yfirgripsmikla þekkingu á matvælamarkaðinum í Skandinavíu og nágrannalöndum og hann starfar einnig sem ráðgjafi fyrir erlend og íslensk fyrirtæki í matvælageiranum. Sjá kynningu

Stjörnukokkurinn Martin Haugaard Zielke fjallaði um strauma og stefnur (trends) á danska matvælamarkaðinum, frá sjónarhorni sínu sem kaupanda á fyrirtækjamarkaði. Þrír mikilvægustu þættirnir að hans mati eru sjálfbærni, lífræn matvæli og tilbúinn matur (take away). Martin stofnaði fyrirtækið Simply cooking árið 2000, sem leggur ríka áherslu á heilsusamlegan mat og rekur í dag 10 mötuneyti í Kaupmannahöfn ásamt því að selja tilbúinn mat til fyrirtækja, bjóða upp á veisluþjónustu og reka kokkaskóla. Sjá kynningu

Björn Steinar Jónsson, framkvæmdastjóri Saltverks og Þórhallur Ágústsson, viðskiptastjóri útflutnings hjá Nóa Síríus sögðu frá reynslu sinni af útflutningi til Danmerkur.

Nánari upplýsingar um fundinn veita Áslaug Guðjónsdóttir, aslaug@islandsstofa.is og Bryndís Eiríksdóttir, bryndis@islandsstofa.is, eða í síma 511 4000.

Hér að neðan má sjá myndbandsupptöku og ljósmyndir frá fundinum:
 

Deila