Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
27. júní 2013

Málþing um verktækni og orkumál í Berlín

Málþing um verktækni og orkumál í Berlín
Í tilefni opinberrar heimóknar forseta Íslands til Þýskalands efndu Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Þýskalandi til málþings um verktækni og orkumál í Berlín í gær. Málþingið fór fram í húsakynnum Commerzbank en þar flutti forseti Íslands erindi og fulltrúar íslenskra verkfræði- og orkufyrirtækja kynntu starfsemi sína.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í tilefni opinberrar heimóknar forseta Íslands til Þýskalands, efndu Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Þýskalandi til málþings um verktækni og orkumál í Berlín í gær. Málþingið fór fram í húsakynnum Commerzbank en þar hélt forseti Íslands erindi og fulltrúar íslenskra verkfræði- og orkufyrirtækja kynntu starfsemi sína. Einnig greindi fulltrúi PCC í Þýskalandi frá góðri reynslu af samstarfi við íslenska aðila í undirbúningi að kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. Að lokum var boðið upp á umræður undir stjórn Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra.

Fundurinn var vel sóttur en þangað komu aðilar þýskra fyrirtækja sem hafa áhuga á samstarfi við íslensk þekkingarfyritæki, innan Evrópu sem og um allan heim.

Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt voru EFLA, Verkís, Orka Energy, Landsvirkjun, Reykjavik Geothermal, Mannvit og systurfyrirtæki þess, GTN.

Hér að neðan má sjá myndir frá fundinum. Myndirnar eru birtar með leyfi ljósmyndara

Deila