Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
10. nóvember 2016

Málþing um söfn og ferðaþjónustu 18. nóvember

Málþing um söfn og ferðaþjónustu 18. nóvember
Safnaráð, Íslandsstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga standa að málþingi um söfn og ferðaþjónustu þar sem rætt verður um hlutverk og stöðu safna og tengdrar starfsemi í íslenskri ferðaþjónustu.

Safnahúsið við Hverfisgötu | föstudagur 18. nóvember | kl. 13-16

Umfang safnageirans á Íslandi hefur aukist mikið á síðustu árum og kannanir meðal erlendra ferðamanna hafa leitt í ljós mikinn áhuga á íslenskri menningu og sögu.
Söfn eru talin mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu en þörf er á að efla hlutverk og stöðu safnanna innan ferðaþjónustunnar.

Safnaráð, Íslandsstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga standa að málþingi um söfn og ferðaþjónustu þar sem rætt verður um hlutverk og stöðu safna og tengdrar starfsemi í íslenskri ferðaþjónustu. Málþingið er styrkt af Þjóðminjasafni Íslands.

Fundinum verður streymt hér: https://global.gotomeeting.com/join/434768589
Access Code: 434-768-589

DAGSKRÁ

13:00      Setning málþings - ávarp frá fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins
13:15      Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði og framkvæmdastjóri hjá
               Rannsóknasetri í safnafræðum
13:25      Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála
13:35      María Reynisdóttir, sérfræðingur hjá atvinnuvegaráðuneytinu
13:50      Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu
14:10      Fyrirspurnir og umræður
14:30      Kaffihlé
14:45      Sigrún Þormar, stjórnarmaður í Samtökum um söguferðaþjónustu
15:00      Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands
15:15      Helga Maureen Gylfadóttir, formaður Félags íslenskra safna og safnmanna
15:30      Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
15:45      Fyrirspurnir og umræður
16:00      Léttar veitingar

Fundarstjóri er Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga

Skráning fyrir kl. 12 fimmtudaginn 17. nóvember

Fundinum verður streymt hér: https://global.gotomeeting.com/join/434768589
Access Code: 434-768-589


 


 

Deila