Loading…
11. september 2019

Loftslagsmálin rædd á málstofu ábyrgrar ferðaþjónustu

Loftslagsmálin rædd á málstofu ábyrgrar ferðaþjónustu
Á málstofu hvatningarverkefnisins Ábyrg ferðaþjónusta sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík í morgun var kynnt niðurstaða könnunar sem gerð var á meðal þátttakenda í verkefninu ári eftir að það hófst.

Í skýrslunni eru dregnar saman niður­stöður úr rann­sókn sem gerð hefur verið á starf­semi þeirra fyrir­tækja sem skrifað hafa undir yfir­lýs­inguna um ábyrga ferða­þjón­ustu. Mark­miðið er annars vegar að kanna hvernig fyrir­tækin eru að uppfylla þau loforð sem þau hafa undir­gengist og hins vegar að draga saman þekk­ingu og dæmi um þær aðgerðir og lausnir sem fyrir­tæki hafa gripið til í umhverfis- og samfé­lag­málum. Óskandi er að sú þekking verði fleiri fyrir­tækjum hvatning til að innleiða ábyrga starfs­hætti og stuðla þannig að sjálf­bærri ferða­þjón­ustu á Íslandi

Skýrsluna má nálgast hér: Ábyrg ferða­þjón­usta. Niður­staða könn­unar meðal þátt­tak­enda.

Streymi frá málstof­unni, sem bar heitið Loftum út um lofts­lags­málin, má nálgast hér.

Á málstof­unni voru einstak­lega áhuga­verð og hagnýt erindi sem við hvetjum alla til að kynna sér. Fyrir­tæki deildu reynslu­sögum og hagnýtum leiðum þegar kemur að lofts­lags­að­gerðum. Þá tók Þórdís Kolbrún R. Gylfa­dóttir ferða­mála­ráð­herra þátt í umræðupanel og hvatti okkur til að leggjast öll á eitt að þeirra fram­tíð­arsýn að Íslandi verði leið­andi þegar kemur að sjálf­bærri ferða­þjón­ustu. Halldór Þorgeirsson formaður lofts­lags­ráðs hélt þá áhuga­vert erindi þar sem hann lagið upp þá vegferð sem við leggjum í þegar við vinnum að því að minnka kolefn­is­fót­spor okkar og hvatti hann okkur til að leggja í þá vegferð með heið­ar­leika og ábyrgð að leið­ar­ljósi.

Ábyrg ferða­þjón­usta er hvatn­ing­ar­verk­efni um að fyrir­tæki tengd ferða­þjón­ustu sammælist um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferða­þjón­ustu. Tilgangur verk­efn­isins er að stuðla að því að Ísland verði ákjós­an­legur áfanga­staður ferða­manna um ókomna tíð sem styður við sjálf­bærni fyrir komandi kynslóðir þjóð­ar­innar.

Ábyrg ferðaþjónusta hefur verið framkvæmd af Íslenska ferðaklasanum og Festu, þá hafa Samtök ferðaþjónustunnar nýverið bæst í hópinn sem einn af framkvæmdaraðilum verkefnisins.

Samstarfsaðilar að verkefninu eru Ferðamálastofa, Íslandsstofa, Höfuðborgarstofa, Markaðsstofur landshlutanna, Stjórnstöð ferðamála og Safe Travel.

Eigendur að verkefninu eru fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu.  


Deila