Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
6. september 2017

Leitað hugmynda að grænum lausnum

Leitað hugmynda að grænum lausnum
Íslandsstofa, í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Norræna þróunarsjóðinn (NDF), stóð fyrir kynningarfundi á Norræna loftslagssjóðnum (e. Nordic Climate Facility), í upphafi mánaðar.

Íslandsstofa, í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Norræna þróunarsjóðinn (NDF), stóð fyrir kynningarfundi á Norræna loftslagssjóðnum (e. Nordic Climate Facility), í upphafi mánaðar.

Á fundinum kynnti Emeli Möller sjóðinn og starfsemi hans en sjóðurinn leitar nú, sjöunda árið í röð, eftir hugmyndum að grænum lausnum sem draga úr áhrifum loftslagsbreytinga í þróunarlöndum. Í ár er þema leitarinnar “Climate as business - Testing innovative green business concepts” og er sérstök áhersla lögð á að ná betur til einkageirans en útvaldar hugmyndir gætu fengið fjármögnun upp á allt að 500.000 evrur.

Margeir Gissurarson, Matís, var einnig með tölu en Matís er einn þriggja íslenskra aðila sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum til þessa. Fór Margeir yfir hvernig tekist hefur að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og gróðureyðingu við matvælaframleiðslu á austurströnd Tanganyika vatns sem tilheyrir Tansaníu. Afar fróðlegt var að heyra verkefninu sem þykir hafa tekist sérlega vel.

Frekari upplýsingar um sjóðinn og umsóknarferlið er að finna á heimasíðu NCF. Athygli er vakin á að frestur til að skila inn tillögum að verkefnum í ár er til 29. september næstkomandi.

Áhumasömum um glærur frá kynningarfundinum er velkomið að hafa samband við Gunnhildi Ástu Guðmundsdóttur (gunnhildur@islandsstofa.is). 

Deila