Loading…

Leiðtogi með reynslu á sviði markaðs- og kynningarmála óskast

Leiðtogi með reynslu á sviði markaðs- og kynningarmála óskast

11. júní 2019

Íslandsstofa auglýsir eftir forstöðumanni nýs samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir. Við leitum að drífandi og reynslumiklum leiðtoga með öfluga fagþekkingu, leiðtogahæfni og reynslu á sviði markaðs- og kynningarmála. 

Um er að ræða spennandi starf sem snýr að kynningu á framlagi Íslands og árangri í loftslagsmálum. Markmið samstarfsvettvangsins er að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði, stuðla að framgangi grænna lausna og efla samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs varðandi aðgerðir í loftslagsmálum í samræmi við markmið stjórnvalda, þar með talið kolefnishlutleysi árið 2040. Þá mun vettvangurinn vinna að auknum útflutningi vöru, hugvits og lausna sem byggja á íslenskri orkuþekkingu og grænum lausnum.

Ábyrgð og helstu verkefni

• Kynna fjölbreytt framlag Íslands til loftslagsmála
• Efla samstarf stjórnvalda og atvinnulífs um aðgerðir í loftslagsmálum þ.m.t. um
kolefnishlutleysi árið 2040
• Styðja við markaðs- og viðskiptaþróunarstarf fyrirtækja tengt loftslagsmálum

Menntunar- og hæfniskröfur

• Þekking og brennandi áhugi á loftslagsmálum
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi og á fagsviðum sem tengjast loftslagsmálum er
æskileg
• Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni og þekking á íslensku atvinnulífi
• Leiðtogafærni, drifkraftur, frumkvæði, jákvæðni og hugmyndaauðgi
• Umfangsmikil reynsla af markaðsmálum og kynningarmálum
• Þekking og reynsla af markaðssetningu á erlendum mörkuðum æskileg
• Reynsla af verkefnisstjórnun
• Framúrskarandi ensku- og íslenskukunnátta skilyrði, önnur tungumálakunnátta kostur
• Færni og reynsla í að koma fram
• Mjög góð þekking og reynsla af notkun samfélagsmiðla.

Umsóknir á vefsíðu Hagvangs

Umsóknarfrestur er til og með 28. júní nk.

Að verkefninu standa forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkusalan, HS Orka, Elkem Ísland, Rio Tinto á Íslandi, Norðurál, Alcoa Fjarðaál, Efla, Verkís, Mannvit, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Viðskiptaráð Íslands, Bændasamtök Íslands, Íslandsstofa, Samorka og Orkuklasinn.


Deila