Loading…

Landkynningarhátíðin Taste of Iceland í Boston

Landkynningarhátíðin Taste of Iceland í Boston

9. mars 2018

Taste of Iceland hátíðin var haldin í Boston dagana 8.-11. mars sl.

Taste of Iceland landkynningarhátíðin var haldin í Boston dagana 8.-11. mars sl. 
Mikið var um að vera á hátíðinni. Georg Arnar Halldórsson matreiðslumeistari frá Sumac galdraði fram rétti úr íslensku hráefni á veitingastaðnum Townsman og var íslenski fiskurinn, lambið og skyrið áberandi. Teitur Ridderman Schiöth barþjónn kynnti kokteila þar sem Brennivín og Reyka Vodka spiluðu aðalhlutverk. Á Reykjavík Calling tónleikunum í Paradise Rock Club stigu íslensku hljómsveitirnar JFDR og Sturla Atlas á stokk. Þá hélt Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar kynningu á íslenskri hönnun og arkitektúr og Brattle Theather kvikmyndahúsið sýndi Shortfish stuttmyndir af Stockfish kvikmyndahátíðinni. Sjá nánari dagskrá

Þetta er í níunda sinn sem Taste of Iceland fer fram, en markmið hátíðarinnar er að kynna Ísland og íslenska framleiðslu með því að bjóða heimafólki að njóta íslenskrar matargerðar og menningar.

Taste of Iceland er skipulagt af Iceland Naturally, markaðs- og kynningarverkefni Íslands í Norður Ameríku sem Íslandsstofa og utanríkisráðuneytið reka sameiginlega og miðar að því að kynna íslenskar vörur og þjónustu í Norður Ameríku.

Deila