Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
4. maí 2017

Kosta Ríka fyrirmynd í sjálfbærri ferðaþjónustu

Kosta Ríka fyrirmynd í sjálfbærri ferðaþjónustu
Þann 24. apríl sl stóð Íslandsstofa í samvinnu við Isavia og alþjóðlegu ráðstefnuna What Works 2017 fyrir fundi um sjálfbæra ferðaþjónusta á Kosta Ríka.

Þann 24. apríl sl stóð Íslandsstofa í samvinnu við Isavia og alþjóðlegu ráðstefnuna What Works 2017 fyrir fundi um sjálfbæra ferðaþjónusta á Kosta Ríka.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála ávarpaði fundinn. Aðalfyrirlesari var Roberto Artavia Loria, varaforseti SPI (Social Progress Imperative) sem kynnti félagslegar framfarir í ferðaþjónustu á Kosta Ríka. Greindi hann frá því hvernig markvissri ferðamálastefnu hefur verið framfylgt frá árinu 1996, en Kosta Ríka hefur skapað sér þá ímynd að vera fyrirmynd annarra áfangastaða í sjálfbærri ferðaþjónustu. Hrönn Ingólfsdóttir frá Isavia fjallaði í sínu erindi um jafnvægið á milli efnahags, umhverfis og samfélags. Eftir fyrirlestrana fóru fram pallborðsumræður sem Jón Kaldal stýrði. Um 60 manns sótti fundinn og sköpuðust miklar og fjölbreyttar umræður í pallborðsumræðunum.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá fundinum
 

Deila