Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
23. ágúst 2016

Kortlagning jarðvarmageirans - Kynning á niðurstöðum 25. ágúst

Kortlagning jarðvarmageirans - Kynning á niðurstöðum 25. ágúst
Fimmtudaginn 25. ágúst kl. 9.00-10.30 verður kynning á niðurstöðum kortlagningar jarðvarmageirans. Kynningin verður haldin í Sundagörðum 2, 7. hæð.

Fimmtudaginn 25. ágúst kl. 9.00-10.30 verður kynning á niðurstöðum kortlagningar jarðvarmageirans. Kynningin verður haldin í Sundagörðum 2, 7. hæð.

Í vor hóf Íslandsstofa vinnu við að kortleggja starfsemi fyrirtækja innan jarðvarmageirans og markaðsstarf þeirra erlendis með það fyrir augum að skoða tækifæri á samstarfi. Verkefnið var unnið af Alexander Richter hjá ThinkGeoEnergy og í samstarfi við Iceland Geothermal. Niðurstöðurnar, sem byggðar eru á upplýsingum frá rúmlega 50 aðilum sem starfa innan geirans, voru teknar saman í skýrslu sem birt verður á vef Íslandsstofu við lok fundarins.

Skráning á islandsstofa@islandsstofa.is

Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is

Deila