Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
1. maí 2015

Kortlagning á fyrirtækjum í heilbrigðisiðnaði

Kortlagning á fyrirtækjum í heilbrigðisiðnaði
Þessa dagana stendur yfir kortlagning Íslandsstofu á fyrirtækjum í heilbrigðisiðnaði. Lögð verður áhersla á fyrirtæki sem eru í útflutningi, eða stefna á útflutning á næstu tveimur árum.

Þessa dagana stendur yfir kortlagning Íslandsstofu á fyrirtækjum í heilbrigðisiðnaði. Lögð verður áhersla á fyrirtæki sem eru í útflutningi, eða stefna á útflutning á næstu tveimur árum. Fyrirtækin framleiða annars vegar lækningartæki og hins vegar hugbúnaðalausnir fyrir heilbrigðisiðnað. Tilgangur kortlagningarinnar er að skoða stöðu fyrirtækjanna, helstu markaðssvæði, þarfir, hindranir og fleira.

Gert er ráð fyrir að viðtölum vegna kortlagningarinnar verði lokið í síðari hluta maí mánaðar. Í kjölfarið verður gefin út skýrsla sem mun greina frá helstu niðurstöðum og varpa ljósi á stöðu fyrirtækjanna hér á landi.
Í framhaldi vonast Íslandsstofa til þess að hafa skýra sýn á helstu þarfir fyrirtækjanna og hvaða verkefni séu efst á baugi.
Unnið er að kortlagningunni í samstarfi við Samtök heilbrigðisiðnaðar innan Samtaka iðnaðarins. 

Nánari upplýsingar um kortlagninguna veita Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is og Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is

Deila