Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
18. ágúst 2014

Kaupstefnur í Kanada í október

Kaupstefnur í Kanada í október
Viðskiptafulltrúi Íslands í Norður Ameríku og Íslandsstofa, í samstarfi við sendiráð Íslands í Kanada, standa að kaupstefnum í Edmonton, Calgary og Halifax í Kanada 20.- 24. október nk.

Viðskiptafulltrúi Íslands í Norður Ameríku og Íslandsstofa, í samstarfi við sendiráð Íslands í Kanada, standa að kaupstefnum í Edmonton, Calgary og Halifax í Kanada 20.- 24. október nk.


Framleiðendum og útflytjendum sjávarafurða á Íslandi verður þar boðin þjónusta og aðstoð við kynningarstarf með það að markmiði að koma á viðskiptasamböndum í Kanada. Verkefnið er unnið undir heitinu „Fresh or Frozen Fresh – Sourcing from Iceland“.

Í hverri borg verður haldin stutt kynning á íslenskum sjávarútvegi og að því loknu munu íslensk fyrirtæki hitta erlenda kaupendur. Hákon Már Örvarsson matreiðslumeistari verður með í för og mun hann bjóða upp á íslenskar sjávarafurðir í móttöku í lok hvers fundar.

Kostnaður við þátttöku er áætlaður milli 150-180.000 kr. á fyrirtæki og fer eftir fjölda þátttakenda. Sjá nánari upplýsingar.

Frekari upplýsingar veita:

Deila