Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. nóvember 2016

Íslenskur þjóðarbás á sjávarútvegssýningu í Kína

Íslenskur þjóðarbás á sjávarútvegssýningu í Kína
Íslandsstofa hélt utan um íslenskan þjóðarbás á sjávarútvegssýningunni í Qingdao í Kína dagana 2.- 4. nóvember sl.

Íslandsstofa hélt utan um íslenskan þjóðarbás á sjávarútvegssýningunni China Fisheries and Seafood Expo sem fram fór í Qingdao í Kína dagana 2.- 4. nóvember sl. Sýningin var haldin í 21. sinn og hefur Ísland verið með þjóðarbás þar frá upphafi. 

Töluverð aukning hefur orðið á innflutningi á sjávarafurðum til Kína sem hefur leitt til þess að erlendum sýnendum hefur fjölgað á sýningunni. Að sama skapi hafa heimsóknir aukist talsvert en milli 25-30.000 gestir sóttu hana heim í ár.

Fulltrúar íslensku fyrirtækjanna sem tóku þátt að þessu sinni voru ánægðir með þær viðtökur sem þau fengu á sýningunni þá þrjá daga sem hún stóð yfir. Þátttakendur á þjóðarbás Íslands voru Iceland Pelagic, HB Grandi, VSV, About Fish, Triton, Reykjavík Seafood, Icelandic China og Iceland Responsible Fisheries. Einnig voru á sýningunni Marel, Promens og Tor-Net.

Deila