Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
19. febrúar 2018

Íslenskt hugvit kynnt á E-World í Essen

Íslenskt hugvit kynnt á E-World í Essen
Íslandsstofa var á meðal þátttakenda á orkuráðstefnunni E-World energy & water sem fram fór í Essen á dögunum (n.t.t. 5. - 8. febrúar sl.). Er þetta í annað sinn sem staðið er að bás á ráðstefnunni, í samstarfi við Landsvirkjun. Að þessu sinni var íslenski básinn undir merkjum Inspired by Iceland.

Íslandsstofa var á meðal þátttakenda á orkuráðstefnunni E-World energy & water sem fram fór í Essen á dögunum (n.t.t. 5. - 8. febrúar sl.). Er þetta í annað sinn sem staðið er að bás á ráðstefnunni, í samstarfi við Landsvirkjun. Að þessu sinni var íslenski básinn undir merkjum Inspired by Iceland, þar sem eftirtalin fyrirtæki tóku þátt auk aðstandenda; Landsvirkjun Power, Verkís, Activity Stream og E-Tactica. Markmiðið var að kynna Ísland sem þekkingarland í orkumálum og íslenskt hugvit í tengslum við nýtingu jarðvarma.  Daglega var sem dæmi boðið upp á fjórar stuttar kynningar á básnum sem mæltust vel fyrir.

Samhliða þátttöku í orkuráðstefnunni stóðu Íslandsstofa, sendiráð Íslands í Þýskalandi og Landsvirkjun,  jafnframt fyrir móttöku í Düsseldorf undir yfirskriftinni „Inspired by Iceland Energy Networking Reception“. Þar var m.a. boðið upp á stutt erindi tengd því sem efst er á baugi í málefnum jarðvarma. 

Ráðstefnan var afar vel sótt í ár sem fyrr en alls tóku um 750 sýnendur þátt, frá 30 löndum, og taldi fjöldi gesta alls um 25.000 frá 74 löndum.

Deila