Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
9. september 2013

Íslenskir vöruhönnuðir fá góðar viðtökur í París

Íslenskir vöruhönnuðir fá góðar viðtökur í París
Íslenskir hönnuðir sýna þessa dagana vörur sínar í París á einni stærstu vöruhönnunarsýningu í heimi, Maison & Objet.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslenskir hönnuðir sýna þessa dagana vörur sínar í París á einni stærstu vöruhönnunarsýningu í heimi, Maison & Objet. Íslensk hönnun hefur fengið góðar viðtökur á sýningunni en meðal þeirra sem hafa sótt hana heim er Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Paris þar sem hún ræddi við gesti og sýnendur.

Að þessu sinni taka sex íslenskir vöruhönnuðir og fyrirtæki þátt, þau Sveinbjörg, Marý, IHanna Home, Anna Thorunn, Umemi og Hring eftir hring. Reiknað er með að um 85.000 gestir víðsvegar að úr heimunum sæki sýninguna í ár en henni lýkur á þriðjudag.

Sýningin er liður í Paris design week sem stendur yfir dagana 9.-15. september. 

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá sýningunni

Deila