Loading…

Íslenskir ferðaþjónar heimsækja fjórar borgir í Kína

Íslenskir ferðaþjónar heimsækja fjórar borgir í Kína

16. nóvember 2019

Íslandsstofa skipulagði vinnustofuferð til fjögurra borga í Kína dagana 12.- 15. nóvember sl.

Að þessu sinni voru heimsóttar „smærri" borgir sem teljast þó tæpast litlar á evrópskan mælikvarða enda eru þær með á bilinu 8 - 11 milljón íbúa. Þetta eru borgirnar XI´an, Changsha, Wuhan og Hangzhou, en beint flug er til Evrópu frá þeim öllum þessum stöðum. 

Til fundanna var boðið ferðasöluaðilum sem þegar eru að vinna á Evrópumarkaði. Samtals mættu 257 gestir sem komu og hlýddu á Íslandskynningu og funduðu að því búnu með þeim tólf íslensku fyrirtækjum sem tóku þátt. Þetta voru Grayline, Icelandair, Icelandair Hótel, Íslandshótel, Nonni Travel, Perlan, Reykjavík Excursions, Reykjavík Sailors, Snæland Travel, Teitur Travel og Terra Nova Iceland. Eins og gefur að skilja var þetta mikil yfirferð á stuttum tíma en tókst vel.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá síðasta fundinum í Hangzhou.


Deila