Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
21. janúar 2016

Íslenski karfinn vinsæll hjá gestum á sýningu í Berlín

Íslenski karfinn vinsæll hjá gestum á sýningu í Berlín
Mikill fjöldi gesta hefur heimsótt básinn á "Grüne Woche" í Berlín þar sem íslenskur fiskur er kynntur undir merkjum Iceland Responsible Fisheries (IRF)

Mikill fjöldi gesta hefur heimsótt básinn á "Grüne Woche" í Berlín þar sem íslenskur fiskur er kynntur undir merkjum Iceland Responsible Fisheries (IRF), og gætt sér á pönnusteiktum íslenskum gullkarfa. Um er að ræða samstarf við Fisch-Informati onszentrum (FIZ) í Hamborg en markmið FIZ er að upplýsa þýska neytendur um hollustu sjávarafurða og stuðla að aukinni fiskneyslu í Þýskalandi.

Fjöldi fisktegunda frá Íslandi er til sýnis í fiskborði undir merkjum IRF. Fyrstu þrjá dagana gátu sýningargestir gætt sér á pönnusteiktum gullkarfa sem féll svo sannarlega fel í kramið hjá gestum enda hefur karfi lengi verið ein vinsælasta hvítfisktegundin hjá þýskum neytendum í gegnum árin.

Christian Schmidt, landbúnaðarráðherra Þýskalands og Michael Müller, borgarstjóri Berlínar, heimsóttu sýninguna ásamt miklum fjölda fjölmiðlamanna. Dr. Matthias Keller, frá FIZ og framkvæmdastjóri Bundesmarktverband der Fischwirtschaft kynnti fyrir þeim m.a. vottun undir merkjum IRF, íslenska fiskveiðistjórnun og helstu tegundir sem Íslendingar flytja inn á þýska markaðinn eins og gullkarfa, ufsa, steinbít og þorsk.

Framleiðendur hvaðanæva úr heiminum kynna afurðir sínar á Grüne Woche og voru sýnendur rúmlega 1.700 árið 2015, þar af 655 frá öðrum löndum en Þýskalandi.

Deila