Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
4. desember 2017

Íslensk matarmenning kynnt á jólamarkaði í Frakklandi

Íslensk matarmenning kynnt á jólamarkaði í Frakklandi
Nú á dögunum stóð Íslandsstofa fyrir kynningu á íslenskum mat og matarmenningu í litla Eldhúsinu sem staðsett er í íslenska jólaþorpinu í Strassborg.

Matreiðslumeistarinn Viktor Örn Andrésson, bronsverðlaunahafi Bocuse d‘Or þessa árs, töfraði fram fjögurra rétta máltíð úr íslensku hráefni fyrir franska fjölmiðla. Á matseðlinum gaf m.a. á að líta íslenskan þorsk, lambakjöt, reyktan lax, hangikjöt og eftirrétt úr skyri og íslenskum bláberjum. Einnig var boðið upp á íslenskan bjór og líkjör með matnum. Fulltrúar fjölmiðlanna fengu kynningu á íslenskum mat og matarmenningu og var mikið rætt um það ferska og góða hráefni sem við Íslendingar höfum upp á á að bjóða. Sambærilegur viðburður var skipulagður daginn áður og þá fyrir vinningshafa í útvarspleik sem var í gangi í aðdraganda opnunar jólamarkaðarins.
Frakkland er einn stærsti markaðurinn fyrir þorsk frá Íslandi og var því lögð sérstök áhersla á kynningu á þorskinum. 

Mikil ánægja var með viðburðina og er greinilega mikill áhugi á Íslandi, íslenskum mat og menningu í Frakklandi.

Deila