Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
2. febrúar 2016

Íslensk fyrirtæki sækja vinnustofur í Dublin og London

Íslensk fyrirtæki sækja vinnustofur í Dublin og London
Íslandsstofa leiddi hóp íslenskra fyrirtækja til borganna Dublin og London 26.-28. janúar sl. þar sem þau funduðu með innlendum ferðasöluaðilum. Sextán fyrirtæki tóku þátt í heildina.

Íslandsstofa leiddi hóp íslenskra fyrirtækja til borganna Dublin og London 26.-28. janúar sl. þar sem þau funduðu með innlendum ferðasöluaðilum. Sextán fyrirtæki tóku þátt í heildina. Það voru Elding hvalaskoðun, GoNorth, Gray Line Iceland, Iceland Travel, Íslenskir fjallaleiðsögumenn, Hótel Húsafell, Icelandair, Keahotels, Markaðsstofa Norðurlands, Reykjavik Excursions, Special Tours Wildlife, Superjeep.is, Travel East, Wow air, Yes Travel Iceland og Æsa ferðaklasi Austurlands.
Vinnustofurnar voru haldnar í samvinnu við Finnland, Eistland og Grænland.

Greinilegt er að mikill áhugi er á Íslandsferðum í Bretlandi, sem sýnir sig einkum í fjölgun í komu breskra ferðamanna hingað til lands utan háannar, en um 80% af heimsóknum þeirra eru á því tímabili.
Þá er einnig aukinn áhugi á svæðunum Norðurlandi og Austurlandi vegna flugs á vegum ferðaskrifstofunnar Discover the World frá London til Egilsstaða, sem hefst í maí nk. 

Deila