Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. maí 2017

Íslensk ferðaþjónusta vekur athygli í Mið Evrópu

Íslensk ferðaþjónusta vekur athygli í Mið Evrópu
Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum í ferðaþjónustu í borgunum Amsterdam, Brussel og Zürich dagana 2.- 4. maí sl.

Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum í ferðaþjónustu í borgunum Amsterdam, Brussel og Zürich dagana 2.- 4. maí sl. Á vinnustofunum, sem voru mjög vel sóttar, var Ísland kynnt sem heilsárs ferðaáfangastaður. Eftirfarandi fyrirtæki tóku þátt: Arctic Adventures, Elding Adventures at Sea, Gray Line, Hótel Húsafell, Icelandair, Icelandair Hotels, Iceland Travel, Mountaineers of Iceland, Reykjavík Excursions, Reykjavík Sightseeing, Skólabrú, Special Tours og WOW Air.

Vinnustofurnar vöktu töluverða athygli í ferðamiðlum viðkomandi borga. Í grein svissneska miðilsins Travel News er sagt frá því að Ísland hafi komið með hlýju til Zürich í tvennum skilningi, annars vegar hafi íslensku þátttakendurnir komið með góða veðrið frá Íslandi og hins vegar hafi þeir komið með hlýlegt viðmót. Jafnframt er þar fjallað um áherslu Íslandsstofu í markaðssetningu þ.e. að kynna Ísland sem heils árs áfangastað og hvetja ferðamenn til að ferðast vítt og breitt um landið. Þá vakti vefnámskeiðið „Iceland Specialist Programme” mikla athygli. Um er að ræða stutt námskeið um Ísland sem ferðaáfangastað þar sem þátttakendur þreyta próf og þeir sem standast þau fá sent vottorð um að þeir hafi sérhæft sig í málefnum Íslands. Tilgangur námskeiðsins er að auka fagmennsku meðal erlendra ferðaheildsala og ferðaskrifstofa í markaðssetningu á Íslandi sem ferðaáfangastað og stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu. Hollenski miðillinn travmagazine birti einnig grein um heimsóknina þar sem m.a. var fjallað um fjölgun hollenskra ferðalanga á Íslandi

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá vinnustofunum
 

Deila