Loading…

Íslandsstofa veitti Platome líftækni útflutningsverðlaun

Íslandsstofa veitti Platome líftækni útflutningsverðlaun

15. mars 2016

Úrslit í frumkvöðlakeppninni Gullegginu voru kynnt við hátíðlega athöfn um síðastliðna helgi. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti sigurvegurum Gulleggið 2016 og ýmis aukaverðlaun voru veitt til þeirra teyma sem kepptu til úrslita.

Úrslit í frumkvöðlakeppninni Gullegginu voru kynnt við hátíðlega athöfn um síðastliðna helgi. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti sigurvegurum Gulleggið 2016 og ýmis aukaverðlaun voru afhent til þeirra teyma sem kepptu til úrslita.

Íslandsstofa afhenti þ.á.m. Platome líftækni útflutningsverðlaun sem fela í sér þátttöku í útflutningsverkefninu ÚH. Íslandsstofa hefur um árabil verið á meðal styrktaraðila Gulleggsins, veitt ráðgjöf og setið í dómnefnd keppninnar. Platome Líftækni sem varð einnig  í öðru sæti Gulleggsins býður vísindamönnum uppá hágæða vörur til þess að rækta stofnfrumur og vefi án þess að nota dýraafurðir.

Sigurvegari Gulleggsins 2016 er Pay Analitycs - hugbúnaður sem lágmarkar kostnað við að útrýma kynbundnum launamun en þriðja sæti hlaut Zeto sem þróar lífræna sápu- og húðvörulínu þar sem þaraþykkni er notað í stað vatns, svonefndar serumhúðvörur.  Tíu hugmyndir kepptu til úrslita í keppninni í ár en hátt í 200 umsóknir bárust. Framkvæmd Gulleggsins er í höndum Icelandic Startups (áður Klak Innovit). Einnig kemur að keppninni verkefnisstjórn frá samstarfsháskólunum, bakhjarlar og samstarfsaðilar.

Gulleggið sem stofnað var árið 2007 var fyrsti formlegi vettvangurinn til að þróa áfram hugmyndir sem spruttu upp innan háskólanna. Síðan þá hafa um 2200 hugmyndir borist í keppnina. Fjölmörg starfandi fyrirtæki hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni og má þar m.a. nefna Meniga, Controlant, Cooori, Karolina Fund, Róró og fleiri.  

Deila