Loading…

Íslandsstofa undirritar yfirlýsingu um loftlagsmál

Íslandsstofa undirritar yfirlýsingu um loftlagsmál

18. nóvember 2015

Íslandsstofa er meðal 103 fyrirtækja sem hafa skuldbundið sig til að setja sér markmið um að draga úr losun gróðurhúslofttegunda og minnka úrgang að undirlagi Reykjavíkurborgar og Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð.

Íslandsstofa er meðal 103 fyrirtækja sem hafa skuldbundið sig til að setja sér markmið um að draga úr losun gróðurhúslofttegunda og minnka úrgang að undirlagi Reykjavíkurborgar og Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð. Forsvarsmenn 103 fyrirtækja undirrituðu í gær yfirlýsingu þar sem þau skuldbinda sig til að setja sér markmið um að draga úr losun gróðurhúslofttegunda og myndun úrgangs. Fyrirtækin skuldbinda sig jafnframt til að fylgja markmiðunum eftir með aðgerðum og mæla árangur af þeim og miðla upplýsingum um stöðu mála reglulega. 
 
Þessi aðgerð er í samræmi við áætlun Evrópusambandsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40%, en Ísland hefur lýst því yfir að það muni taka þátt í því markmiði. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmið um að draga úr losun um 35% fyrir árið 2020.
 
Yfirlýsingin í heild sinni: 
 

Fyrirtæki, Reykjavíkurborg og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð

 

Yfirlýsing um loftslagsmál

 

 

Við undirrituð ætlum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.  

Þjóðir heims standa nú frammi fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Sameinuðu þjóðirnar gegna forystuhlutverki í að greina vandann, takast á við hann og aðlagast breyttum aðstæðum.

Borgir og bæir ásamt fyrirtækjum af öllum stærðum, verða sífellt mikilvægari þegar kemur að því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og standast þau markmið sem sett hafa verið um losun þeirra.

Á Íslandi er ein helsta áskorunin mengandi samgöngur og losun úrgangs. Við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að:

1.  draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

2.  minnka myndun úrgangs

3.  mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta.

 

Undirritað í Reykjavík 16. nóvember 2015

 

 

Deila