Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
25. ágúst 2014

Íslandsstofa tekur þátt í stefnumótun um íslenskan heilbrigðisklasa

Íslandsstofa tekur þátt í stefnumótun um íslenskan heilbrigðisklasa
Íslandsstofa skrifaði nýverið undir samning við ráðgjafafyrirtækið Gekon ehf. um þáttöku í stefnumótun um mögulegan íslenskan heilbrigðisklasa.

Íslandsstofa skrifaði nýverið undir samning við ráðgjafafyrirtækið Gekon ehf. um þátttöku í stefnumótun um mögulegan íslenskan heilbrigðisklasa.
Markmið verkefnisins er að móta stefnu í heilbrigðistengdri atvinnustarfsemi á Íslandi til næstu ára. Finna á helstu styrkleika og veikleika í þessari atvinnugrein hér á landi og kortleggja út frá þeim upplýsingum hvað þarf að gera til að styrkja samkeppnisskilyrði greinarinnar. Þessu  verður t.a.m. hægt að ná fram með markvissu samstarfi, uppbyggingu innviða, ímyndarsköpun og skýrum lagaramma.

Undir samninginn skrifuðu Andri Marteinsson, forstöðumaður hjá Íslandsstofu og Friðfinnur Hermannsson fyrir hönd Gekon ehf.

Nánari upplýsingar veitir Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is

Deila