Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
13. febrúar 2020

Íslandsstofa og kokkalandsliðið endurnýja samning

Íslandsstofa og kokkalandsliðið endurnýja samning
Íslandsstofa og Klúbbur matreiðslumanna hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli og verður Íslandsstofa áfram einn bakhjarla Kokkalandsliðsins. Ólympíuleikarnir í matreiðslu fram undan.

Samstarfið á sér nokkurra ára sögu en það felur m.a. í sér að Íslandsstofa hefur aðgang að Kokkalandsliðinu vegna sérstakra viðburða, m.a. í tengslum við kynningu erlendis sem og við komu erlendra blaðamanna til landsins. Kokkalandsliðið heldur á lofti merkjum Íslands sem hráefnalands hreinna og heilnæmra afurða á erlendum vettvangi og veitir Íslandsstofu ráðgjöf með ýmsum hætti sem nýtist viðað byggja upp orðspor og ímynd íslenskra matvæla og matreiðsluhefða.

Sigurjón Bragi Geirsson, landsliðsmaður og kokkur ársins 2019, og Björgvin Þór Björgvinsson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, handsöluðu samstarfið á dögunum – en við sama tækifæri frumsýndi Sigurjón nýjan landsliðsbúning liðsins.

Ólympíuleikarnir í matreiðslu fram undan í Stuttgart


Stutt er í næsta stóra verkefni liðsins en kokkalandsliðið tekur þátt í Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fara í Stuttgart í Þýskalandi dagana 14.-19. febrúar nk. Hafa strangar æfingar staðið yfir hjá liðinu undanfarnar vikur og er nú allt til reiðu. Íslenska liðið hefur ávallt staðið sig vel á þessu móti en það var síðast haldið 2016 og ekki von á öðru en að sama verði uppi á teningnum í ár.

Það stefnir í spennandi keppni í Stuttgart og eru allir hvattir til að fylgjast með. Hægt er að fylgjast með liðinu á eftirtöldum miðlum:

Vefur: https://www.kokkalandslidid.is/

Facebook: https://www.facebook.com/Kokkalandslidid/

Instagram: @icelandicculinaryteam 

 ÁFRAM ÍSLAND!


 

Deila