Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
25. september 2019

Íslandsstofa gefur út vefnámskeið fyrir ferðasöluaðila

Íslandsstofa gefur út vefnámskeið fyrir ferðasöluaðila
Íslandsstofa hefur gefið út vefnámskeiðið „Get to know Iceland“ fyrir erlenda ferðasöluaðila með það að markmiði að auka þekkingu þeirra á Íslandi og landshlutunum.

Í takt við aukinn fjölda erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands hefur Íslandsstofa unnið að þróun fræðsluefnis til að auka þekkingu þeirra á landinu. Vefnámskeiðið er á myndbandaformi til að gera efnið lifandi auk þess sem það getur stutt söluaðila í framburði íslenskra staðarheita, sem oft hafa reynst þeim erfið. Einnig er efnið góð viðbót við annað fræðsluefni sem þegar hefur verið gefið út, þar á meðal Iceland Specialist námskeiðið sem kynnt var árið 2016 og vinnustofur sem haldnar hafa verið úti á mörkuðum um árabil.

Fyrsta myndbandið í vefnámskeiðinu er almenn kynning á Íslandi. Þar er fjallað um helstu skilaboðin sem Íslandsstofa vill koma á framfæri við ferðamenn, svo sem um ábyrga ferðaþjónustu. Þá  koma sjö landshlutamyndbönd með áherslu á ímynd og aðdráttarafl hvers landshlutan og upplýsingar um hvernig ferðast megi þangað. Landshlutamyndböndunum er ætlað að vekja athygli á þeim svæðum Íslands sem færri ferðamenn fara um með það að markmiði að auka heimsóknir á þessi svæði. Myndböndin eru á ensku en í boðið er textun á frönsku, spænsku, þýsku og kínversku.

Vefnámskeiðið er aðgengilegt hér


Deila