Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
15. nóvember 2016

Íslandsstofa er markaðsfyrirtæki Ímark 2016

Íslandsstofa er markaðsfyrirtæki Ímark 2016
Íslandsstofa var í dag valið markaðsfyrirtæki ársins 2016 af ÍMARK. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti Jóni Ásbergssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu verðlaunin við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica.

Íslandsstofa var í dag valið markaðsfyrirtæki ársins 2016 af ÍMARK. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti Jóni Ásbergssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu verðlaunin við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. 

Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að „markaðsstefna Íslandsstofu sé trúverðug og sett fram með skýrum hætti. Unnar eru markaðsáætlanir í samstarfi við hagsmunaaðila þar sem unnið er út frá vel skilgreindum markmiðum.“

Verðlaunin eru veitt þeim fyrirtækjum sem þykja hafa skarað fram úr í markaðsmálum undanfarin tvö ár og náð árangri. ÍMARK hefur veitt Markaðsverðlaunin frá árinu 1991, en markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja og er það dómnefnd á vegum ÍMARK sem velur fyrirtækin. 

Hér að neðan má sjá Jón Ásbergsson og Ingu Hlín Pálsdóttur, forstöðumann ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, ásamt forseta Íslands og fulltrúum frá ÍMARK.

Deila