Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
11. janúar 2016

Íslandsstofa bakhjarl Íslenska kokkalandsliðsins

Íslandsstofa bakhjarl Íslenska kokkalandsliðsins
Íslandsstofa hefur gert samning við Íslenska kokkalandsliðið um að vera einn af bakhjörlum liðsins annað árið í röð. Samstarfið felur í sér að Íslandsstofa hefur aðgang að Kokkalandsliðinu vegna sérstakra viðburða, í tengslum við kynningu erlendis sem og við komu erlendra blaðamanna til landsins.
Hafliði Halldórsson frá Klúbbi matreiðslumeistara og Guðný Káradóttir forstöðumaður matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarsviðs Íslandsstofu.

 

Íslandsstofa hefur gert samning við Íslenska kokkalandsliðið um að vera einn af bakhjörlum liðsins annað árið í röð. Samstarfið felur í sér að Íslandsstofa hefur aðgang að Kokkalandsliðinu vegna sérstakra viðburða, í tengslum við kynningu erlendis sem og við komu erlendra blaðamanna til landsins. Kokkalandsliðið heldur á lofti merkjum Íslands sem hráefnalands hreinna og heilnæmra afurða á erlendum vettvangi og veitir Íslandsstofu ráðgjöf með ýmsum hætti sem nýtist vel í að byggja upp orðspor og ímynd matvælalandsins Íslands. Íslandsstofa vekur athygli á Kokkalandsliðinu og starfi Klúbbs matreiðslumanna á erlendum vettangi, t.d. í tengslum við keppnir erlendis. 

Næsta stóra verkefni er þegar kokkalandsliðið tekur þátt í Ólympíuleikum í matreiðslu sem haldnir verða í Erfurt í Þýskalandi 22.-25. október nk. Æfingar eru hafnar fyrir all nokkru síðan en hópurinn er að leita að liðsauka til að efla liðið enn frekar. Árið 2014 náði liðið góðum árangri á Culinary World Cup þegar það hlaut fimmta sætið og eru væntingar um gott gengi í ár.

Í kokkalandsliðinu eru nú eftirtaldir matreiðslumenn: Steinn Óskar Sigurðsson Vodafone, Jóhannes Steinn Jóhannesson Slippbarinn, Guðmundur Björnsson Vox, Axel Clausen Fiskmarkaðnum,Ylfa Helgadóttir Kopar, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn, Hrafnkell Sigríðarson Silfra Ion Hótel, Garðar K Garðarsson Strikinu, Axel Þorsteinsson Apótek, Hafsteinn Ólafsson Apótek, Gísli Matthías Auðunsson Slippnum/Matur og Drykkur, Atli Þór Erlendsson Grillinu, Ari Þór Gunnarsson Fiskfélaginu og Þráinn Freyr Vigfússon Lava Bláa Lóninu. Á myndina vantar Mariu Shramko. Nýlega var auglýst eftir fleiri liðsmönnum til að efla liðið enn frekar í komandi verkefnum.

Hægt er að fylgjast með Kokkalandsliðinu á samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram @icelandicculinaryteam #kokkalandslidid #icelandicculinaryteam og á Twitter @kokkalandslidid.

Deila