Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. janúar 2016

Íslandsbás á hollensku ferðasýningunni Vakantibeurs

Íslandsbás á hollensku ferðasýningunni Vakantibeurs
Íslandsstofa skipulagði þátttöku sex fyrirtækja í ferðaþjónustu í ferðasýningunni Vakantiebeurs í Utrecht í Hollandi dagana 12.-17. janúar.

Íslandsstofa skipulagði þátttöku sex fyrirtækja í ferðaþjónustu í ferðasýningunni Vakantiebeurs í Utrecht í Hollandi dagana 12.-17. janúar. Það voru fyrirtækin Elding Adventure at Sea, Fjallamenn, Gray Line Iceland, Reykjavík Excursions, Smyril Line og WOW air.

Þátttaka í Vakantiebeurs 2016 var mjög góð en alls sóttu sýninguna um 120.000 manns en þangað koma bæði fagaðilir í ferðaþjónustu sem og almenningur. Mikill áhugi var á íslenska básnum alla sýningardagana og er ljóst að sóknarfæri eru mörg á hollenska markaðinum.
Þá kom Íslenskur sælkeramatur hollenskum gestum á sýningunni skemmtilega á óvart en á básnum var boðið til matarveislu þar sem á boðstólum var makrílskæfa, tvíreykt hangikjöt, birkireyktur bláberjavöðvi, hreindýrakæfa, sultur og síróp austan af Héraði og Omm Nom súkkulaði í eftirrétt, allt fékk þetta afbragðs viðtökur í Utrecht.

Deila