Loading…

Ísland vinsælt sem heilsárs áfangastaður á Spáni

Ísland vinsælt sem heilsárs áfangastaður á Spáni

4. febrúar 2019

Mikil aðsókn var að Íslandsbásnum á ferðasýningunni Fitur 2019 sem haldin var í Madrid dagana 23. -27. janúar sl.

Ljóst er að Norður Evrópa heillar Spánverja og sífellt fleiri kjósa frískandi vind Norður Atlantshafsins í fríinu sínu. Mikið var spurt um Íslandsferðir alla sýningardagana og það vakti athygli hversu mikinn áhuga Spánverjar virðast hafa á því að ferðast vítt og breitt um landið. Á Spáni er Ísland vinsæll vetraráfangastaður og eiga Norðurljósin sinn þátt í að heilla íbúa Suður Evrópu á Norðurslóðir.

Íslenski básinn var á sameiginlegu norrænu sýningarsvæði Íslands, Noregs og Finnlands. Á Íslandsbásnum kynntu 13 fyrirtæki þjónustu sína: CampEasy, Geo Sea, Húsavík Whale Museum, Iceland Travel, Icelandair, Icelandair Hotels, Island Tours, Mountaineers of Iceland, Reykjavík Excursions, Seal Travel, Snæland Travel, Terra Nova og WOW air. Íslandsstofa breiddi svo að vanda út boðskapinn um ábyrga ferðaþjónustu og bauð upp á ljúffenga smárétti úr úrvals íslenskum saltfiski.


 

Deila