Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
22. janúar 2014

Ísland vinsælt í Finnlandi

Ísland vinsælt í Finnlandi
Íslandsstofa stóð fyrir ferð á Matka ferðakaupstefnuna í Helsinki dagana 16-19. janúar. Alls tóku átta íslensk ferðaþjónustufyrirtæki þátt og kynntu þjónustu sína, Elding, Keahótel, Íshestar, Terra Nova, Iceland Excursions, Iceland Travel, Reykjavík Excursions og Snæland Travel, auk Icelandair í Finnlandi.

Íslandsstofa stóð fyrir ferð á Matka ferðakaupstefnuna í Helsinki dagana 16-19. janúar. Alls tóku átta íslensk ferðaþjónustufyrirtæki þátt og kynntu þjónustu sína, Elding, Keahótel, Íshestar, Terra Nova, Iceland Excursions, Iceland Travel,  Reykjavík Excursions og Snæland Travel, auk Icelandair í Finnlandi. Þá stóðu umboðsmenn MS í Finnlandi fyrir kynningu á skyri á staðnum, líkt og undanfarin ár, og fengu þúsundir gesta að smakka við góðar undirtektir.

Matka hefur vaxið ört og er orðin ein af helstu ferðakaupstefnunum á Norðurlöndunum. kaupstefnan er ekki einungis þýðingarmikil gagnvart finnska markaðinum heldur er hún einnig mjög mikilvægur vettvangur til að komast í kynni við ferðskrifstofur frá Rússlandi og öðrum CIS ríkjum, sem og frá Asíu. Um 67.000 gestir heimsóttu kaupstefnuna í ár þá fjóra daga sem hún stóð yfir, þar af rúmlega 13.000 fagaðilar. Ísland hefur verið sýnilegt á Matka síðan árið 1999 og miðað við þær viðtökur sem þjóðarbásinn hefur fengið undanfarin ár má ætla að þátttaka Íslands hafi verið fest þar í sessi.

Samhliða kaupstefnunni fóru fram pallborðsumræður þar sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, var sérstakur gestur, ásamt Juhan Parts, viðskiptaráðherra Eistlands og Jan Vapaavuori, viðskiptaráðherra Finnlands. Ráðherrarnir þrír ræddu framtíð ferðaþjónustunnar og mynduðust skemmtilegar umræður þeirra á milli.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá kaupstefnunni

Deila