Loading…
24. september 2015

Ísland tekur þátt í norrænni matarhátíð í New York

Ísland tekur þátt í norrænni matarhátíð í New York
Íslandsdagurinn er 26. september en þá er fjölbreytt dagskrá, fyrirlestrar, matur og tónlistaratriði.

NORTH er Norræn matarhátíð sem haldin  er í New York dagana 23.-29. september. Íslandsdagur verður 26. september og er dagskráin fjölbreytt. Boðið er upp á íslenskar veitingar í mat og drykk, fyrirlestra og tónlistaratriði. Pop-up veitingastaður verður settur upp  á Scandic Haymarket Square í New York þar sem boðið er upp á  dögurð og kvöldverð. Þráinn Vigfússon matreiðslumeistari sér um eldamennskuna og töfrar fram girnilega rétti úr íslensku hráefni sem kynnt er á matarhátíðinni. Meðal rétta á matseðlinum er humar, grafinn lax, lambakjöt og skyr.

Nánari upplýsingar um NORTH má lesa á vef Iceland Natuarlly.

Deila