Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
16. september 2015

Ísland tekur þátt á BETT sýningunni í London

Ísland tekur þátt á BETT sýningunni í London
Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja á þátttöku í BETT sýningunni sem haldin verður dagana 20.- 23. janúar 2016 í London. Sýningin er ætluð tæknifyrirtækjum á sviði menntunar og er eingöngu fyrir fagaðila (B2B).

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja á þátttöku í BETT sýningunni sem haldin verður dagana 20.- 23. janúar 2016 í London. Sýningin er ætluð tæknifyrirtækjum á sviði menntunar og er eingöngu fyrir fagaðila (B2B). 

Á BETT býðst fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við aðra aðila í greininni. Sýningin er haldin árlega og hana sækja að jafnaði um 35.000 gestir frá 128 löndum.

Íslandsstofa hefur hug á að styðja fyrirtæki til þátttöku til næstu þriggja ára en það hefur sýnt sig að fyrirtæki þurfa að mæta ítrekað á sömu sýningar til að festa sig í sessi og öðlast traust viðskiptavina.

Fyrirtæki í greininni sem hafa áhuga á þátttöku eru beðin um að hafa samband við Berglindi Steindórsdóttur, berglind@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 fyrir 25. september nk.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á bettshow.com

Deila