Loading…

Ísland kynnt sem ákjósanlegur staður fyrir kvikmyndatökur

Ísland kynnt sem ákjósanlegur staður fyrir kvikmyndatökur

14. febrúar 2019

Fulltrúi Film in Iceland sótti kvikmyndahátíðina Berlinale (Berlin International Film Festival) sem haldin var í byrjun febrúar í Berlín.

Fundað var með framleiðendum og Ísland kynnt sem ákjósanlegur kostur til kvikmyndatökur. Einnig var ársfundur The European Film Commissions Network sem Film in Iceland er hluti af. Á Berlinale 2019 var Ísland tekið inn í nýtt samnorrænt samstarf sem heitir Nordic Film Commissions. Þetta verkefni var áður nefnt Scandinavian Locations. Var það gert í hádegisverðarboði með erlendum framleiðendum og sem fór fram í Felleshus(húsnæði norrænu sendiráðanna). Það var sendiherra Íslands, Martin Eyjólfsson, sem bauð gesti velkomna fyrir hönd Norðurlandanna.


Deila