Loading…
24. júní 2016

Ísland kynnt á EM

Ísland kynnt á EM
Mikill fjöldi gesta hefur heimsótt sýningarsvæði Íslands á Evróputorginu í París, þar sem starfsfólk Íslandsstofu hefur kynnt bæði land og þjóð.

Framganga íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur vakið mikla athygli víða um álfuna, ekki síst í Frakklandi þar sem Evrópumótið fer fram. Mikill fjöldi gesta hefur heimsótt sýningarsvæði Íslands á Evróputorginu í París, þar sem starfsfólk Íslandsstofu hefur kynnt bæði land og þjóð.

Fjölmiðlar hafa einnig komið og rætt við starfsfólk um velgengni liðsins, og áhrif þess á landkynningu, og undanfarið hefur það vakið kátínu fjölmiðlamanna að næsti nágranni Íslands á Evróputorginu eru Englendingar, sem við mætum í 16 liða úrslitum. Hér má sjá nokkrar myndir frá Evróputorginu. 

Deila