Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
29. apríl 2015

Ísland – allt árið kynnir landið með nýrri mannlegri leitarvél

Ísland – allt árið kynnir landið með nýrri mannlegri leitarvél
Nýjasti áfangi markaðsverkefnisins Ísland - allt árið hófst þriðjudaginn 28. apríl með kynningu á nýjung í íslenskri ferðaþjónustu, leitarvélinni Ask Gudmundur. Hún hefur þá sérstöðu fram yfir aðrar leitarvélar að vera mennsk.

Nýjasti áfangi markaðsverkefnisins Ísland - allt árið hófst þriðjudaginn 28. apríl með kynningu á nýjung í íslenskri ferðaþjónustu, leitarvélinni Ask Gudmundur. Hún hefur þá sérstöðu fram yfir aðrar leitarvélar að vera mennsk.

Guðmundur og Guðmundar frá sjö landshlutum voru valin til þess að taka þátt í verkefninu. Þau munu svara spurningum áhugasamra ferðamanna á lifandi og skemmtilegan hátt í gegnum samfélagsmiðla verkefnisins bæði með myndböndum og skriflegum svörum og verður samskiptunum fundinn staður á eftirfarandi miðlum;

Mannleg leitarvél verður skemmtileg nýbreytni þar sem fólkið sem verður fyrir svörum veit mögulega ekki allt og þarf því að leita svara víðar, t.d. hjá vinum og ættingjum. Það má því búast við því að spyrjendur fái óvenjuleg svör og læri eitthvað alveg nýtt um Ísland í leiðinni með því að fá upplýsingar sem vélræn leitarvél getu ekki boðið upp á.

Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á landi og þjóð, fræða og hvetja ferðamenn til þess að heimsækja fleiri landshluta að vori, hausti og vetri og skapa tækifæri til frekari umfjöllunar um Ísland. Eins og áður er Ísland kynnt undir merkjum Inspired by Iceland.

Viljum fá ferðamenn til að ferðast meira um landið og  auka vitund og áhuga gagnvart Íslandi sem heilsársáfangastað

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, segir að aðaláherslan í markaðssetningu Íslands í dag miði að því að vekja áhuga á Íslandi utan háannar og að fá fólk til þess að ferðast víðar um landið.

„Þannig stuðlum við að aukinni sjálfbærni með því að dreifa álaginu og gefa fleirum kost á að njóta alls þess jákvæða sem ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða. Við viljum vekja athygli á þeirri frábæru vöru og þjónustu sem ferðamönnum stendur til boða og hvetja þá til að njóta þeirrar upplifunnar sem ferðalag til Íslands er. Með þessu skemmtilega verkefni, Ask Gudmundur, vekjum við athygli umheimsins á Íslandi. Það að bjóða upp á mannlega leitarvél gefur persónulega nálgun sem og gríðarleg tækifæri til þess að vekja betur athygli á hverjum landshluta fyrir sig og eigum við gott samstarf við markaðsstofur landshlutanna í þeim efnum. Samstarfið við Guðmundur og Guðmunda landsins hefur líka verið alveg frábært. Þetta er einstaklega jákvæður hópur sem er til í að taka þátt í þessari skemmtilegu nálgun með okkur.“

Verður gaman að sjá að hverju fólk spyr

Það eru yfir 4000 einstaklingar á Íslandi sem bera nöfnin Guðmundur eða Guðmunda en skíða- og golfáhugamaðurinn Guðmundur Karl Jónsson sem er fulltrúi Norðurlands ríður á vaðið.

Guðmundur frá Norðurlandi segir að Íslendingar feti oft ótroðnar slóðir og það sé tilfellið nú. „Við gerum hluti öðruvísi og þegar ég heyrði af því að Ísland – allt árið væri að vinna að þessari herferð langaði mig til að vera með. Þar sem að ég er nú einu sinni mennskur get ég ekki svarað öllum mögulegum spurningum. Maður verður líka að velta sumu nokkuð vel fyrir sér áður en maður svarar en ef ég get ekki svarað þá leitar maður til fjölskyldu og vina. Það verður rosalega gaman að sjá að hverju fólk mun spyrja“ segir Guðmundur.

AskGudmundur verkefnið verður í gangi fram á næsta á haust en áfram verður unnið með þemað um leyndarmál Íslands eða „Secrets of the Seasons“ innan Ísland – allt árið.

Hér má sjá kynningarmyndband um verkefnið. Hægt er að deila myndbandinu nú þegar og merkja myndir á samfélagsmiðlum með merkinu #AskGudmundur og #IcelandSecret.

 

Deila