Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. mars 2014

Inspired by Iceland leitar að heimsins hugrakkasta ferðamanni

Inspired by Iceland leitar að heimsins hugrakkasta ferðamanni
Leit stendur nú yfir að heimsins hugrakkasta ferðamanni. Það er Inspired by Iceland sem býður áhugafólki um Ísland óvenjulegt tækifæri til að kynnast landinu í gegnum ævintýralegt ferðalag þar sem leitað verður til rúmlega 100.000 fylgjenda Inspired by Iceland á samfélagsmiðlum til að stinga upp á áfangastöðum og afþreyingu.

100.000 fararstjórar, 1 ævintýraleg ferð                                                               
Leit stendur nú yfir að heimsins hugrakkasta ferðamanni. Það er Inspired by Iceland sem býður áhugafólki um Ísland óvenjulegt tækifæri til að kynnast landinu í gegnum ævintýralegt ferðalag þar sem leitað verður til rúmlega 100.000 fylgjenda Inspired by Iceland á samfélagsmiðlum til að stinga upp á áfangastöðum og afþreyingu.

Þeir sem telja sig eiga titilinn skilið geta tekið þátt í leik á vegum Inspired by Iceland. Sigurvegara leiksins verður boðið til landsins ásamt ferðafélaga í sjö daga ævintýrareisu um Ísland þar sem rúmlega 100.000 fylgjendur Inspired by Iceland á samfélagsmiðlum geta haft áhrif á ferðalagið.

Fylgjendur Inspired by Iceland á samfélagsmiðlum geta stungið upp á leyndarmálum sem sigurvegarinn fær að kynnast á leið sinni um landið, en dagskrá hvers dags verður leyndarmál. Með í för verður kvikmyndatökumaður sem mun gera ferðalaginu skil í stuttri kvikmynd um þetta ævintýralega ferðalag um Ísland.

Leikurinn er hluti af „Share the Secret“ herferðinni sem Inspired by Iceland hefur staðið fyrir í vetur. Herferðin miðar að því að gefa ferðalöngum kost á því að kynnast leyndardómum Íslands og eru Íslendingar hvattir til að segja frá skemmtilegum hugmyndum sem hægt er að njóta í kringum landið sem ekki hafa notið nægilegrar athygli.

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu segir: „Ísland er fullt af ævintýralegum tækifærum sem fáir vita af og eru einfaldlega ekki á kortinu hjá erlendum ferðamönnum. Höfuðborgin og hver og einn landshluti býr yfir spennandi svæðum, fólki, skemmtilegri menningu, góðum mat, töfrandi slóðum og afþreyingu. Við viljum því gefa ferðamönnum tækifæri til að uppgötva íslensk ævintýri um allt land og ekki síður að gefa Íslendingum tækifæri á að benda ferðamönnum á það sem þeir ættu ekki að láta framhjá sér fara sem hægt er að upplifa allan ársins hring.

Samfélagsmiðlar Inspired by Iceland:

Facebook
Twitter
Instagram
Heimasíða

Um Ísland - allt árið:
Ísland - allt árið er samþætt markaðsverkefni sem miðar að því að efla vetrarferðaþjónustu og jafna árstíðarsveiflu í íslenskri ferðaþjónustu. Verkefnið vinnur undir vörumerki Inspired by Iceland.
Aðstandendur verkefnisins eru iðnaðarráðuneytið, fjármálaráðuneytið, Icelandair, Reykjavíkurborg, Isavia, Landsbankinn, Samtök ferðaþjónustunnar, og Samtök verslunar og þjónustu. Íslandsstofa annast framkvæmd verkefnisins, en alls taka rúmlega 100 fyrirtæki þátt í verkefninu.

Frekari upplýsingar veita:
Daði Guðjónsson, dadi@islandsstofa.is eða í síma 891 9239
Inga Hlín Pálsdóttir, inga@islandsstofa.is eða í síma 824 4375

 
 

 

Deila