Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. nóvember 2018

Inspired by Iceland hlýtur verðlaun á City Nation Place Global

Inspired by Iceland hlýtur verðlaun á City Nation Place Global
Inspired by Iceland hlaut önnur verðlaun í flokknum "Best use of social media“ á verðlaunaafhendingu samhliða City Nation Place Global ráðstefnunni sem fór fram 8. nóvember sl. í London.

Á myndinni eru fulltrúar Íslandsstofu að taka á móti verðlaununum, þau Inga Hlín Pálsdóttir, Sveinn Birkir Björnsson og Daði Guðjónsson.

Ráðstefnan Nation Place Global er haldin árlega en þar koma saman sérfræðingar í markaðssetningu áfangastaða víðsvegar að úr heiminun, en í ár sóttu ráðstefnuna 170 þátttakendur frá 37 löndum.

Hér má finna nánari upplýsingar um ráðstefnuna.
Hér má skoða tilnefningarnar í ár. 


Deila