Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
31. október 2012

Inspired by Iceland býður til tónleika í tengslum við Iceland Airwaves

Inspired by Iceland býður til tónleika í tengslum við Iceland Airwaves
Inspired by Iceland mun bjóða til séstakrar tónleikaraðar á Ingólfstorgi í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina .

Inspired by Iceland mun bjóða til séstakrar tónleikaraðar á Ingólfstorgi í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina (off-venue). Á tónleikaröðinni, sem nefnist Eldhús, Little House of Music, koma fram margt af vinsælasta tónlistarfólki landsins við óvenjulegar aðstæður.

Tónleikarnir munu fara fram í Eldhúsinu, sem er lítið hús sem áður hefur verið notað í landkynningu á vegum Inspired by Iceland. Húsið stendur á Ingólfstorgi  og rúmar tvo tónleikagesti hverju sinni. Þar sem húsið er lítið verða flytjendur að bregðast við aðstæðum og spila órafmagnaðar útsetningar af lögum sínum, og í sumum tilfellum er ljóst að ekki er pláss fyrir alla hljómsveitarmeðlimi. Mikið verður um óhefðbundnar útsetningar á lögum

Tónleikunum verður streymt á netinu og verður hægt að fylgjast með þeim á vef Inspired by Iceland. Tónleikarnir verða einnig sýndir í beinni útsendingu á risaskjá við Ingólfstorg fyrir þá sem ekki fá pláss inn í húsinu.

Þá munu tónlistartímaritin Nöjesguiden í Svíþjóð, og Gaffa í Noregi streyma tónleikunum beint á vefjum sínum. Til stóð að bandaríska tónlistartímaritið Rolling Stone gerði slíkt hið sama, en fellibylurinn Sandy setti strik í reikninginn.

Dagskrá:

Miðvikudagur:

14.00 – Tilbury

15.00 – Ojba Rasta

16.00 – Dikta

17.00 – Hjálmar

Fimmtudagur:

14.00 – Retro Stefsson

15.00 – Hermigervill

16.00 – Lay Low

17.00 – Pascal Pinon

Föstudagur:

14.00 – Pétur Ben   

15.00 – Prins Póló

16.00 – Snorri Helgason

17.00 – Ásgeir Trausti

Laugardagur:

14.00 – Jónas Sig og Ritvélar

15.00 – Pollapönk

16.00 – Ólafur Arnalds

17.00 – Sóley 

 

 

Deila