Loading…

Iceland Naturally kynnir Taste of Iceland í Chicago

Iceland Naturally kynnir Taste of Iceland í Chicago

28. mars 2017

Landkynningarhátíðin Taste of Iceland fer fram í Chicago dagana 20.- 23. apríl nk. Markmið hátíðarinnar er að kynna Ísland og íslenska framleiðslu með því að bjóða heimafólki að njóta íslenskrar matargerðar og menningu.

Landkynningarhátíðin Taste of Iceland fer fram í Chicago dagana 20.- 23. apríl nk. Markmið hátíðarinnar er að kynna Ísland og íslenska framleiðslu með því að bjóða heimafólki að njóta íslenskrar matargerðar og menningu.

Viktor Örn Andrésson, margverðlaunaður matreiðslumeistari mun kynna íslenska matagerð og hráefni á veitingastaðnum Baptiste & Bottle. Kári Sigurðsson kokteilgerðarmeistari reiðir fram verðlaunadrykki fyrir heimamenn samhliða íslenska matseðlinum. Kári mun einnig stýra kokteilgerðarnámskeiði á staðnum Upstairs at The Gwen.

Íslensku hljómsveitirnar Mammút og Fufanu stíga á stokk á tónleikunum Reykjavik Calling, ásamt Chicago bandinu OHMME!. Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við ÚTÓN, formlega samstarfsaðila Iceland Naturally í Boston.

Björg Stefánsdóttir, framkvæmdarstjóri Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar verður með kynningu á íslenskri myndlist á Chicago Athletic Association Hotel.

Shortfish, stuttmyndaprógramm Stockfish hátíðarinnar í Reykjavik verður sýnt í Logan Theatre en sýningin gefur mynd af kvikmyndasenunni og upprennnandi íslensku kvikmyndagerðafólki.

Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu verkefnisins

Taste of Iceland er skipulagt af Iceland Naturally, markaðs- og kynningarverkefni Íslands í Norður Ameríku sem Íslandsstofa og utanríkisráðuneytið reka sameiginlega og miðar að því að kynna íslenskar vörur og þjónustu í Norður Ameríku.

Deila