Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
29. maí 2013

Iceland is my Isle of Aweland

Iceland is my Isle of Aweland
Þann 21. apríl s.l. var opnuð ljósmyndasýning á Austurvelli þar sem sýndar eru 20 vinsælustu tillögurnar í nafnasamkeppni vetrarherferðar Inspired by Iceland. Það var Isle of Aweland sem var kosið sem besta nafnið fyrir Ísland til að lýsa upplifun ferðamanna af landinu.

Þann 21. apríl s.l. var opnuð ljósmyndasýning á Austurvelli þar sem sýndar voru 20 vinsælustu tillögurnar í nafnasamkeppni vetrarherferðar Inspired by Iceland. 

Herferðin hófst í ágúst 2012 og var erlendum ferðamönnum og vinum Inspired by Iceland gert kleift að senda inn tillögur að því hvað Ísland ætti að heita ef það væri að gefa landinu nafn miðað við kynni sín af landinu og voru þeir spurðir spurningarinnar „What does Iceland mean to you….“. Meðal þeirra nafna sem stungið var upp á eru: Iceland is my Wonderland, Iceland is my Lavaland, Iceland is my Aliveland, Iceland is my Amazeland og Iceland is my Uniqueland. 

Jón Gnarr Borgarstjóri opnaði sýninguna og kynnti jafnframt tvær vinsælustu tillögurnar sem kepptu um sigurinn: Iceland is my Let´s get lost land og Iceland is my Isle of Awe land. Í framhaldinu var efnt til almennrar kosningar á vef Inspired by Iceland um hvort þætti betra nafn. Framleidd voru tvö myndbönd fyrir hvort nafnið fyrir sig þar sem tveir erlendir leikstjórar voru fengnir til að túlka nöfnin tvö á sinn hátt í þessum myndböndum. Þessir leikstjórar eru: Abteen Bagheri og Rollo Jackson, en þeir koma frá Bandaríkjunum og Bretlandi.

Það var Isle of Aweland sem var kosið sem besta nafnið fyrir Ísland til að lýsa upplifun ferðamanna af landinu.

Deila