Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
13. desember 2019

Iceland Hour önnur besta PR herferð áratugarins

Iceland Hour önnur besta PR herferð áratugarins
Iceland Hour, sem var hluti af fyrstu Inspired by Iceland herferðinni árið 2010, varð í 2. sæti í kosningu um bestu PR herferðir áratugarins. Kosningin var á vegum PR Week sem er einn þekktasti fagmiðill í almannatengslum á heimsvísu.

Í umsögn um herferðina segir að herferðin hafi verið til að bregðast við áhyggjum af fækkun ferðamanna í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Búist hafi verið við fækkun ferðamanna en herferðin hafi hjálpað til við að breyta viðhorfi sem hafi leitt til fjölgunar ferðamanna.

Iceland hour var fyrsti hlutinn af Inspired by Iceland markaðsherferðinni sem hófst eftir eldgosið í Eyjafjallajökli. Hún snerist um að Íslendingar sendu skilaboð á netinu til vina erlendis um hvað þeir elskuðu mest við landið sitt. Skilaboðum var komið á framfæri gegnum bein streymi á netinu, myndbönd, samfélagsmiðla og auglýsingar á vef, á prenti og í sjónvarpi. Sjá úrslit PR Week


Deila