Loading…

Iceland Academy vinnur til verðlauna

Iceland Academy vinnur til verðlauna

13. mars 2017

Markaðsherferðin Iceland Academy, sem er hluti af Inspired by Iceland markaðsverkefninu, vann tvo lúðra á Ímark hátíðinni sem fram fór sl. föstudag.

Markaðsherferðin Iceland Academy, sem er hluti af Inspired by Iceland markaðsverkefninu, vann tvo Lúðra á Ímark hátíðinni sem fram fór 10. mars í Hörpu. Iceland Academy var valin besta auglýsingaherferðin árið 2016. Þá fékk herferðin einnig verðlaun fyrir starfræna markaðssetningu.

Iceland Academy herferðin samanstóð af stuttum kennslumyndböndum sem miðuðu að því að auka ánægju og áhuga ferðamanna og sama tíma að stuðla að ábyrgri ferðahegðun. Meðal þess sem tekið var fyrir í kennslumyndböndum Iceland Academy var hvernig á að umgangast náttúru Íslands, hvar megi tjalda, hvernig eigi að keyra á íslenskum vegum, hvernig eigi að heimsækja sundlaug, og annað efni sem stuðlar að öruggari og ábyrgari heimsókn til Íslands.

Alls hafa myndbönd Iceland Academy fengið um 8 milljón spilanir á Youtube og tæplega 20.000 manns hafa horft á öll myndböndin og tekið próf úr efni þeirra að lokum. 

Deila