Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. október 2016

Hydro 2016 í Montreux í Sviss

Hydro 2016 í Montreux í Sviss
Fjögur íslensk fyrirtæki tóku þátt á ráðstefnunni Hydro 2016 dagana 10. - 12. október sl., sem er alþjóðleg ráðstefna um vatnsaflsvirkjanir.

Fjögur íslensk fyrirtæki tóku þátt á ráðstefnunni Hydro 2016 dagana 10. - 12. október sl., sem er alþjóðleg ráðstefna um vatnsaflsvirkjanir. Það voru Landsvirkjun Power, Verkís, Mannvit og Efla. Samhliða ráðstefnunni var haldin sýning þar sem fyrrgreind fyrirtæki voru þátttakendur á sameiginlegum Íslandsbás þar sem þau kynntu þá þjónustu sem þau hafa upp á að bjóða á sviði vatnsafls. Íslandsstofa skipulagði þátttökuna.
Hydro ráðstefnan er haldin árlega og fór hún að þessu sinni fram í Montreux í Sviss, en að ári liðnu verður hún haldin í Seville á Spáni. Um 1500 þátttakendur sækja ráðstefnuna frá allt að 80 löndum. 

Deila