Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
30. maí 2016

Horses of Iceland markaðsverkefnið í fullum gangi

Horses of Iceland markaðsverkefnið í fullum gangi
Annar fundur samstarfsaðila markaðsverkefnisins Horses of Iceland var haldinn 18. maí sl. á Hótel Sögu. Þar áttu aðilar í verkefninu góðan fund þar sem m.a. var farið yfir vel heppnaðar markaðsaðgerðir við Hestadaga - skrúðreið 30. apríl og Dag íslenska hestsins 1. maí.

Annar fundur samstarfsaðila markaðsverkefnisins Horses of Iceland var haldinn 18. maí sl. á Hótel Sögu. Þar áttu aðilar í verkefninu góðan fund þar sem m.a. var farið yfir vel heppnaðar markaðsaðgerðir við Hestadaga - skrúðreið 30. apríl og Dag íslenska hestsins 1. maí.

Hestadagar sýnilegir á samfélagsmiðlum

Í aðdraganda hestadaga var sendur út fjöldi fréttatilkynninga bæði hér innanlands og erlendis, viðtöl veitt við sænska og þýska blaðamenn, bæklingum dreift í miðbænum o.fl. Ljósmyndarar og upptökumenn voru á staðnum báða dagana og verður myndefnið notað í kynningarefni fyrir verkefnið. Þá var góð umfjöllun um viðburðinn bæði í fréttum á RÚV og Stöð 2, auk fjölda birtinga á hestamiðlum hérlendis sem erlendis.

Markmiðið með Degi íslenska hestsins var að vekja athygli á markaðsverkefninu Horses of Iceland en verkefninu var ýtt formlega úr vör á Hestadögum. Upphafsdeginum var fagnað á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #horsesoficeland. Viðburðurinn vakti mikla athygli á Facebook og Instagram þar sem yfir 500 myndum var deilt með merkinu #horsesoficeland, sem telst frábær árangur. Hér má sjá myndir o.fl. frá Hestadögum

Á fundinum 18. maí voru einnig valdar þrjár bestu myndirnar sem sendar voru inn frá Degi íslenska hestsins með #horsesoficeland, en þær má sjá hér að neðan. Vinningshafarnir fá vegleg verðlaun eða viku aðgangspassa á Landsmótið 2018. 

Þemað á samfélagsmiðlum verkefnisins núna er nýfædd folöld og kynbótasýningar, í takt við árstímann. Endilega deilið ykkar myndum með #horsesoficeland!

Horses of Iceland á Landsmóti

Horses of Iceland skipuleggur, í samstarfi við Hestatorg (Félag hrossabænda, LH, FT, Worldfeng og skólana) skemmtilega „off-venue“ dagskrá á Landsmótinu í júní sem verður bæði fjölbreytt og fróðleg. Verkefnið verður með aðstöðu inni á svokölluðu Breeders Café.

Samstarfsaðilum, sem greiða 300.000 kr. eða meira árlega, verður gefið tækifæri til að tengja sig við Horses of Iceland á Landsmótinu og halda kynningu sem snýr að hestamennsku. Ekki er um að ræða sölukynningar heldur stuttar kynningar um t.d. hvernig maður undirbýr sig undir lengri hestaferðir, hvernig velferð hesta í útflutningi er tryggð, hvað skiptir máli í umhirðu og ræktun á hestinum o.s.frv.
Vinsamlegast hafið samband við Jelenu Ohm, jelena@islandsstofa.is ef áhugi er fyrir hendi.
Einnig viljum við biðja þá aðila sem hafa lýst yfir áhuga á þátttöku í verkefninu um að senda útfylltan samstarfssamning sem fyrst.

Deila