Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
15. nóvember 2016

Heimsmeistaramót Íslenska hestsins 2017 - tækifæri í sölu og þjónustu

Heimsmeistaramót Íslenska hestsins 2017 - tækifæri í sölu og þjónustu
Íslandsstofa undirbýr þátttöku íslenskra fyrirtækja á sölu- og sýningarsvæði Heimsmeistaramóts Íslenska hestsins sem fram fer í Oirschot í Hollandi dagana 7.- 13. ágúst 2017. Íslenskum fyrirtækjum gefst þar tækifæri til að kynna sig og selja vörur og þjónustu meðan á mótinu stendur.
Tækifæri í sölu og kynningu á íslenskum vörum eða þjónustu 
 

Íslandsstofa undirbýr þátttöku íslenskra fyrirtækja á sölu- og sýningarsvæði Heimsmeistaramóts Íslenska hestsins sem fram fer í Oirschot í Hollandi dagana 7.- 13. ágúst 2017. Íslenskum fyrirtækjum gefst þar tækifæri til að kynna sig og selja vörur og þjónustu meðan á mótinu stendur.

Heimsmeistaramótið er einn stærsti vettvangur íslenska hestsins um heim allan. Nítján þjóðir hafa keppnisrétt á mótinu og má búast við miklum fjölda gesta þá sjö daga sem það stendur yfir. Þetta er í annað sinn sem Heimsmeistaramótið er haldið í Oirschot.

Líkt og þekkist á landsmóti hér heima er gert ráð fyrir stóru sölu- og sýningarsvæði þar sem fyrirtæki, tengd hestamennsku eða úr öðrum greinum, geta kynnt og boðið vörur sína og þjónustu til sölu.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með bás á svæðinu eru beðnir að hafa samband við Berglindi Steindórsdóttur, berglind@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

Þátttaka Íslands á sölu- og sýningarsvæðinu mótsins verður undir merkjum Horses of Iceland sem er markaðsverkefni sem aðilum í hestatengdri starfsemi býðst að taka þátt í. Um er að ræða markaðssamstarf sem nýtist heildarhagsmunum í að byggja upp orðspor íslenska hestsins til að leggja grunn að auknum gjaldeyristekjum af sölu á hestinum, vörum og þjónustu. Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um Heimsmeistaramótið er að finna á vefsíðu mótsins.

Deila