Loading…

Heildarúttekt á íslenskri ferðaþjónustu - skýrslan komin út á íslensku

Heildarúttekt á íslenskri ferðaþjónustu - skýrslan komin út á íslensku

5. júlí 2013

Í maí 2012 réð Íslandsstofa, með styrk frá verkefni um eflingu græna hagkerfisins, alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið PKF til að kortleggja stöðu íslenskrar ferðaþjónustu í heild (master mapping) og skoða tækifæri og þörf á beinum erlendum fjárfestingum í greininni.

Í maí 2012 réð Íslandsstofa, með styrk frá verkefni um eflingu græna hagkerfisins, alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið PKF til að kortleggja stöðu íslenskrar ferðaþjónustu í heild (master mapping) og skoða tækifæri og þörf á beinum erlendum fjárfestingum í greininni.
 
Markmiðið með úttektinni er að skapa grundvöll fyrir hagsmunaaðila sem nýta má til að móta stefnu og aðgerðaáætlun til lengri tíma þar sem áhersla er lögð á að hámarka framlag ferðaþjónustunnar til þjóðarbúsins. Tillögur þær er hér birtast eru á ábyrgð PKF og endurspegla skoðanir þeirra.
Lykilatriðið er að langtímastefna um þróun ferðaþjónustunnar er forsenda þess að bæta samkeppnisstöðu Íslands, markaðsstöðu og þar með framlag greinarinnar til landsframleiðslunnar.

Deila