Loading…
10. september 2015

Gróska og nýsköpun í heilbrigðistækni hér á landi

Gróska og nýsköpun í heilbrigðistækni hér á landi
Íslandsstofa hefur nú birt niðurstöður kortlagningar íslenskra fyrirtækja í heilbrigðistækni sem var samstarfsverkefni Íslandsstofu og Samtaka heilbrigðisiðnaðarins (SHI).

Íslandsstofa hefur nú birt niðurstöður kortlagningar íslenskra fyrirtækja í heilbrigðistækni sem var samstarfsverkefni Íslandsstofu og Samtaka heilbrigðisiðnaðarins (SHI). Tekin voru viðtöl við fulltrúa sextán heilbrigðistæknifyrirtækja víðsvegar um landið sem framleiða annars vegar lækningatæki og hins vegar hugbúnaðarlausnir fyrir heilbrigðistækni. Tilgangur kortlagningarinnar var að skoða stöðu fyrirtækjanna, helstu markaðssvæði, þarfir, hindranir og fleira.

Niðurstöður leiddu í ljós að mikil gróska og nýsköpun á sér stað innan greinarinnar. Fyrirtækin eru flest ennþá smá í sniðum eða á þróunarstigi, nokkur þeirra eru nú þegar í útflutningi en önnur stefna að því á næstu tveimur árum. Er því mikilvægt að þau vinni markvisst að markaðs- og sölumálum og hefur m.a. Íslandsstofa  mikilvægu hlutverki að gegna í því ferli. Hlutverk Íslandsstofu er m.a. að veita íslenskum fyrirtækjum útflutningsaðstoð og er því afar mikilvægt að hún hafi upplýsingar um þarfir fyrirtækja og hvernig hún getur stutt við undirbúning þeirra fyrir erlenda markaðssókn. Felst það m.a. í útflutningsráðgjöf, þjálfun, upplýsingamiðlun og heimsóknum fyrirtækja á erlenda markaði.

Hér er skýrslan í heild sinni á vef Íslandsstofu.

Nánari upplýsingar veita, Björn H. Reynisson, bjorn@islandsstofa.is og Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is

Deila