Loading…
15. maí 2012

Góðar undirtektir á fundi um samningatækni í ólíkum menningarheimum

Góðar undirtektir á fundi um samningatækni í ólíkum menningarheimum
Síðastliðinn fimmtudag stóð Íslandsstofa fyrir fræðslufundi þar sem Vlad Vaiman, prófessor í alþjóðlegri stjórnun, lýsti árangursríkri tækni við samninga í ólíkum menningarheimum.

Síðastliðinn fimmtudag stóð Íslandsstofa fyrir fræðslufundi þar sem Vlad Vaiman, prófessor í alþjóðlegri stjórnun, lýsti árangursríkri tækni við samninga í ólíkum menningarheimum.

Á fundinum var meðal annars leitast við að svara eftirfarandi spurningum:

  • Af hverju er mikilvægt að skilja sinn eigin menningarheim?
  • Hvernig tryggjum við árangursrík samskipti milli menningarheima?
  • Hvernig forðumst við vandamál í samskiptum og samningum milli aðila frá ólíkum menningarheimum?

Vlad Vaiman fékk góðar undirtektir á fundinum enda um mjög mikilvægt umræðuefni að ræða fyrir alla þá sem huga að eða eru í útflutningi.

Vlad Vaiman er prófessor í alþjóðlegri stjórnun og forstöðumaður framhaldsnáms í viðskiptafræði við Háskóla Reykjavíkur. Hann er með doktorsgráðu í fjölmenningarstjórnun frá Háskólanum í St. Gallen í Sviss. Hann hefur starfað sem ráðgjafi hjá fyrirtækjum víðsvegar um heiminn, þar á meðal í Bandaríkjunum, Kanada, Sviss, Rússland og Austurríki. Vlad Vaiman er höfundur tveggja bóka og fjölda fræðigreina um mannauðsmál og stjórnun.

Nánari upplýsingar veita:
Björn H. Reynisson, bjorn@islandsstofa.is  og
Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is
 

 

Deila