Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
26. maí 2011

Góð þátttaka á námskeiði um virðisaukaskatt í ESB

Rúmlega 30 fulltrúar fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum sóttu námskeið Íslandsstofu og Enterprise Europe Network um virðisaukaskatt í Evrópusambandinu.

Á námskeiðinu fór Mette Juul, sérfræðingur frá KPMG í Danmörku, yfir helstu þætti varðandi virðisaukaskatt í viðskiptum íslenskra fyrirtækja við fyrirtæki í ESB, hvort sem um er að ræða vöru- eða þjónustuviðskipti. Markmiðið með námskeiðinu var m.a. að fræða þátttakendur um hvernig fara skuli með vsk. í viðskiptum við fyrirtæki í ESB og í hvaða tilvikum virðisaukaskattsskráning í ESB er nauðsynleg. Þá fór Mette yfir reglur um svokölluð þríhyrningaviðskipti, þar sem varan fer frá framleiðanda til endanlegs kaupanda innan ESB um millilið. Algengt er orðið að íslensk fyrirtæki kaupi og selji vörur sem aldrei koma til Íslands og lendi þá í að seljandinn leggi erlendan vsk. á vöruna vegna þess að milliliðurinn er fyrirtæki utan ESB.

Kári Haraldsson, sérfræðingur KPMG á Íslandi, fór síðan yfir virðisaukaskattsreglur á Íslandi og tengingu við reglur Evrópusambandsins.

Mikil ánægja var með námskeiðið meðal þátttakenda og fjölmargir nýttu tækifærið til að fá svör sérfræðinganna við spurningum sínum.

Deila