Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
1. nóvember 2011

Góð mæting á ráðstefnu um N-ameríska fuglaskoðara

Síðastliðinn föstudag var haldið fræðsluerindi um fuglaskoðara frá Norður Ameríku.

Þar gerði Carol Patterson grein fyrir lykilatriðum sem hafa þarf í huga varðandi þennan ákveðna markhóp, en Carol er vel þekkt sem ferðaþjónusturáðgjafi í heimalandi sínu.

Í erindi sínu fór Carol meðal annars yfir það hvað einkennir fuglaskoðara frá Norður Ameríku og hvaða væntingar hafa þeir í ferðum sínum. Uppselt var á fundinn og mæltist erindi Carol vel fyrir. Niðurstaða fundarins var að fjölmörg tækifæri séu fyrir þennan ákveðna markhóp hérlendis en vanda þurfi vel til undirbúnings.

Fræðslufundurinn var í boði Íslandsstofu og Samtaka aðila í fuglatengdri ferðaþjónustu.

Deila